19/04/2024

Skammdegisganga um gamla bæinn á Hólmavík

Fallegt veður hefur verið síðustu daga, snjór yfir öll og stillt veður. Fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is fór í skammdegisgöngu um gamla bæinn á Hólmavík með myndavélina og tók myndir af því sem fyrir augu bar. Tíminn sem er bjart er orðinn býsna stuttur, en þó standa vonir til að dagur lengist að nýju og enginn niðurskurður verði á góðviðris- og sólardögum á nýju ári. Myndirnar eru margar mótaðar af stuttum sólargangi og margvíslegir skemmtilegir og misjafnlega bláir litir setja svip á myndir sem teknar eru á þessum árstíma. Glöggir menn sjá af myndunum að skammdegisgangan var farin í fyrradag eða fyrr.

1

bottom

holmavik/580-skammdegisganga9.jpg

holmavik/580-skammdegisganga8.jpg

holmavik/580-skammdegisganga6.jpg

holmavik/580-skammdegisganga5.jpg

holmavik/580-skammdegisganga3.jpg

holmavik/580-skammdegisganga2.jpg

holmavik/580-skammdegisganga11.jpg

holmavik/580-skammdegisganga10.jpg

Hólmavík í skammdeginu, hreyfing er holl fyrir líkama og sál – Ljósm. Jón Jónsson