25/09/2023

Sjávarréttahlaðborð Lions á laugardag

Strandamenn eru margir hverjir stanslaust með vatn í munni af tilhugsun um allar þær veislur og kræsingar sem standa til boða þessar vikurnar. Á laugardaginn kemur verður árlegt og stórglæsilegt sjávarréttahlaðborð sem Lionsmenn bjóða upp á í Félagsheimilinu á Hólmavík og er öruggt að þar verða fjölbreyttir réttir og mikið um dýrðir. Borðhald hefst kl. 19:30 laugardaginn 31. október, en þeir sem vilja taka þátt þurfa að panta miða hjá Viktori (s. 862-3263) eða Þorsteini (863-9113). Allir eru velkomnir, en hlaðborðið kostar 3.500.- á mann.