24/04/2024

Sinn er áramótasiður í landi hverju

Vinsælasta iðja allra aldurshópa um hver áramót í heiminum er líklega að skjóta upp flugeldum og blysum hverskonar og erum við Íslendingar langt í frá að vera eftirbátar annarra í þeim efnum. Víða í veröldinni eru að finna aðra siði sem eru minna kunnir hér á landi, og birtum við því til fróðleiks og skemmtunar myndir víða að úr veröldinni frá áramótafögnuðum hverskonar sem hafa borist strandir.saudfjarsetur.is.


Í Barselóna á Spáni er það skemmtilegur siður hjá fjölda manna og kvenna á öllum
aldri að hlaupa í kalt bað í tilefni komu áramótanna.


Í Frakklandi voru brenndir 425 bílar á götum úti á nýársnótt sem verður að teljast í
senn bæði leiðinlegur og skringilegur siður um áramót.


Trúður blæs ofsakátur í trompet á nýársfagnaði í Jakarta á Indónesíu.


þessi niðursokkni veiðimaður í Líbanon skipti sér ekkert af flugeldavitleysunni
heldur sat  bara á ströndinni og dorgaði í rólegheitum og skrifaði svo nýja
ártalið í sandinn með aflanum.


Japanskur lögreglumaður stendur vörð við bænagjörð í Tókýó, en andlitsskjöldurinn
ver hann gegn því að slasast af myntpeningum í þúsundavís sem siður er að kasta
í átt að trúarlíkneskinu um áramót.