13/12/2024

Síðasti bókasafnsdagur fyrir sumarfrí

Síðasti opnunardagur fyrir sumarfrí á Héraðsbókasafni Strandasýslu er á fimmtudagskvöldið frá 20:00-21:00, en síðan verður safnið lokað þangað til Grunnskólinn á Hólmavík hefur tekið til starfa seinnipart ágústmánaðar. Safnið verður þá opið að venju frá 8:40-12:00 á skóladögum og 20:00-21:00 á fimmtudagskvöldum. Safnið er til húsa í Grunnskólanum á Hólmavík. Allir sem vilja geta orðið meðlimir í bókasafninu fyrir hóflegt árgjald.