19/04/2024

Selkolla, tómstundir og samfélag, á súpufundi á Café Riis

Súpufundirnir á Café Riis hefjast að nýju fimmtudaginn 14. janúar kl. 12:00 og að þessu sinni er hann helgaður tómstundaiðkun Strandamanna. Sigurður Atlason mun segja frá Kvikmyndaklúbbnum Selkollu og sínu tómstundagamni, stuttmyndagerð, og hvernig hann nýtir það til að kynna svæðið. Einnig verður frumsýnd í heilu lagi 15 mínútna heimildarmynd sem Sigurður hefur klippt saman þar sem farið er á slóðir óvættarinnar Selkollu. Sigurður stefnir að því að gera tíu þjóðsögum af Ströndum skil í formi stuttmynda, þegar tími vinnst til. Að venju er gómsæt súpa á boðstólum úr pottum Café Riis frá kl. 12:00-13:00 á fimmtudögum.