23/04/2024

Safnað fyrir Hólmfríði Rósu

580-vedurmynd1

Aðsend grein: Vinkonur Hólmfríðar Rósu.
Haustið 2010 fór Kvenfélag Bæjarhrepps af stað með fjársöfnun fyrir Hólmfríði Rósu Jósepsdóttur á Fjarðarhorni í Hrútafirði, en eins og margir vita greindist hún með bráðahvítblæði sumarið 2010 og þurfti að fara í mergskipti til Svíþjóðar í janúar 2011. Söfnunin gekk mjög vel og eiga margir þakkir skildar fyrir frábærar undirtektir. Eftir góðan kafla Rósu í hetjulegri baráttu við þennan illvíga sjúkdóm veiktist hún á ný í september síðastliðinn. Síðan hefur hún mikið þurft að dvelja á sjúkrahúsi og því ekkert getað komið að búinu.

Sigurður maðurinn hennar hefur reynt að vera hjá henni eins og kostur er. Vegna veikindanna hefur hann nánast ekkert getað unnið við sitt fag, rafvirkjunina, og að auki þurft á aðstoð að halda við búskapinn vegna dvalar í Reykjavík.

Okkur æskuvinkonur Rósu langar á ný að biðla til nágranna hennar og allra þeirra fjölmörgu sem láta sér annt um velferð vinkonu okkar að láta eitthvað af hendi rakna til þessarar hetju.

Með vinsemd og fyrirfram þakklæti,
Elísabet Jónsdóttir, frá Melum I, Birna Jónasdóttir frá Melum II og Guðlaug Jónasdóttir frá Borðeyri.

Bankaupplýsingar eru eftirfarandi  0159-05-403500 kt. 021258-4669.