12/12/2024

Polla- og pæjumót á Skeljavíkurgrundum

Á þjóðhátíðardaginn 17. júní fer fram polla og pæjumót á Skeljavíkurgrundum við Hólmavík á vegum Héraðssambands Strandamanna (HSS). Spilað verður í 3 flokkum, 8 ára og yngri, 9-12 ára og 13-16 ára og skipt í lið á staðnum. Mótið hefst kl. 11:00, en gott er að keppendur mæti aðeins fyrr til upphitunar. Byrjað verður á elstu keppendunum og endað á þeim yngstu. Allir keppendur fá þátttökupening.