14/09/2024

PiRRiNGUR! ARG!

trausti

Einleikurinn PiRRiNGUR! ARG! eftir Trausta Rafn Björnsson verður sýndur öðru sinni sunnudaginn 18. október kl. 20:00 að staðartíma í Félagsheimilinu á Hólmavík. Leikþátturinn var fyrst sýndur á Sauðfjársetrinu í Sævangi sl. sumar. Trausti Rafn sem er 16 ára Strandamaður mun þar fara yfir skoðanir sínar og hugsanir auk þess að fara yfi rnokkra skemmtilega atburði í lífi sínu. Sýningin er fyrir alla aldurshópa. Skipulagið er þannig að ekki þarf að borga aðgangseyri, en þegar gestir yfirgefa húsið borga þeir útgangseyrir að vild.