14/11/2024

Óvenjulegur súpufundur framundan í dag

Á súpufundi í dag munu þátttakendur TOS ungmennaskipta segja frá því hvað á daga
þeirra hefur drifið undanfarna daga á Ströndum. Hópurinn samanstendur af fólki
frá ýmsum ungmennaskiptasamtökum sem hafa það að markmiði að virkja ungt fólk
til þátttöku í samfélaginu og nýta ýmis listform til þess. Hópurinn hefur verið
á Hólmavík undanfarna daga, heimsótt vinnustaði og stundað hverskyns listasmiðjur af kappi og verið
skemmtileg tilbreyting inn í mannlífið. Það verður án efa margt forvitnilegt og
skemmtilegt sem mun eiga sér stað á þessum óvenjulega súpufundi sem hefst kl.
12:00 á Café Riis að venju. Allir sem hafa háhraðanettengingu eiga að geta líka fylgst með
fundinum.

Til að tengjast er best að smella á eftirfarandi hlekk að neðan eftir
kl. 12:00 á fundardegi. Þar er að finna leiðbeiningar og tengil til að tengjast
beint við fundinn: www.strandir.saudfjarsetur.is/supufundi.