Categories
Frétt

Orgelvika í Kaupfélagi Steingrímsfjarðar

Sóknarnefnd Hólmavíkurkirkju leitar nú leiða til að fjármagna kaup á nýju orgeli og hefur fengið tilboð í nýtt orgel af gerðinni Ahlborn V, sem er rafmagnsorgel framleitt í Þýskalandi. í fréttatilkynningu kemur fram að Kaupfélag Steingrímsfjarðar mun taka þátt í að styrkja þetta verkefni sóknarnefndar með því að leggja í orgelsjóðinn 10% af vörusölu vikunnar 9.-13. nóvember í aðalverslun félagsins á Hólmavík. Vonast er til að viðbrögð viðskiptavina verði jákvæð gagnvart þessari fjáröflun og þeir verði áfram um að styrkja gott málefni.