12/11/2024

Opið hús í nýju fjárhúsunum í Heydalsá

Laugardaginn 3. apríl verður opið hús í nýju fjárhúsunum á Heydalsá milli kl. 13-16 og eru allir velkomnir. Nýbyggð fjárhúsin verða þá til sýnis ásamt bústofni bæjarins sem er um 620 fjár. Bygging fjárhúsanna hófst í ágúst 2007 og er verið að leggja lokahönd á verkið.  Fjárhúsin eru 1246 fm að stærð og rúma 800 fjár. Yfirsmiður er Ómar Már Pálsson. Heitt verður á könnunni og léttar veitingar í boði, auk þess sem sýndar verða myndir frá byggingu fjárhúsanna.  

0

Heydalsá

atburdir/2010/580-heyd13.jpg

atburdir/2010/580-heyd15.jpg

atburdir/2010/580-heyd10.jpg

atburdir/2010/580-heyd9.jpg

atburdir/2010/580-heyd6.jpg

atburdir/2010/580-heyd11.jpg

atburdir/2010/400-heyd1.jpg

atburdir/2010/580-heyd12.jpg

atburdir/2010/580-heyd4.jpg

atburdir/2010/580-heyd2.jpg

Ljósmyndir frá byggingu húsanna frá Ragnari og Sigríði á Heydalsá.