Categories
Frétt

Opið á Café Riis á nýársnótt

Strandamenn og nágrannar sem hafa hug á að sletta úr klaufunum á nýársnótt hafa gott tækifæri til þess, því opið verður á Café Riis á Hólmavík frá kl. 00:30 og fram eftir nóttu. Eddi Kristjáns hefur tekið að sér að sjá um diskótek og frítt verður inn. Það er því um að gera að fagna nýju ári og kveðja það gamla í góðum félagsskap þar sem stigið verður fast á fjöl og dansað fram eftir nóttu.