19/04/2024

Ólafsdalshátíð á sunnudag

Sunnudaginn 9. ágúst 2009 verður haldin Ólafsdalshátíð í Ólafsdal sem er við sunnanverðan Gilsfjörð. Dagskráin sem fylgir hér að neðan hefst kl. 13 og stendur til 17. Í fréttatilkynningu kemur fram fólk í þjóðlegum búningum og 19. aldar klæðnaði er boðið sérstaklega velkomið. Margvísleg atriði eru á dagskrá, en á síðasta ári var stofnað félag um endurreisn Ólafsdals en þar var bændaskóli í kringum aldamótin 1900 undir stjórn Torfa Bjarnasonar. Einnig verður kaffihlaðborð í tengslum við hátíðina á Skriðulandi kl. 13-21.

Dagskrá

13.00 Kynning á hátíðinni: Dofri Hermannsson.
13.05 Hálfnað er verk þá hafið er:
Rögnvaldur Guðmundsson, formaður Ólafsdalsfélagsins.
13.15 Ávarp: Svandís Svavarsdótttir, umhverfisráðherra.
13.25 Ávarp: Grímur Atlason, sveitarstjóri Dalabyggðar.
13.30 Tónlistaratriði: Guðlaugur Viktorsson.
13.35 Matur og tækifæri í Ólafsdal:
Guðrún Hallgrímsdóttir, matvælaverkfræðingur.
13.50 Kynning á sýningunni Dalir og Hólar – handverk.
Þóra Sigurðardóttir, myndlistarmaður.
13.55 Tónlistaratriði: Guðlaugur Viktorsson.
14.00 Listsýningin Dalir og Hólar – handverk opnar í Ólafsdalshúsinu.
Verður opin alla daga kl. 14.00-18.00 fram til 30. ágúst.
14.30 Fyrri ferð með leiðsögn um byggingar og jarðræktarminjar í Ólafsdal.
15.00 Gönguferð með leiðsögn upp í Skál (tekur um klukkustund). Fagurt útsýni.
15.30 Síðari ferð með leiðsögn um byggingar og jarðræktarminjar í Ólafsdal.

Hestar teymdir undir börnum – slegið með orfi og ljá – ostar frá MS í Búðardal – ís frá Rjómabúinu á Erpsstöðum – kræklingur frá Nesskel á Gróustöðum – kaffi og kleinur – krækiber, bláber og aðalbláber (ef komin verða) … og fleira!

Vefur félagsins er á slóðinni www.olafsdalur.is.