Categories
Frétt

Ófært í Árneshrepp

Samkvæmt vef Vegagerðarinnar er ófært um Bjarnarfjarðarháls og í Árneshrepp nú á sunnudagsmorgni, en auður vegur frá Gjögri í Norðurfjörð. Strandavegur nr. 643 er nú opnaður einu sinni í viku og verður svo fram í fyrstu viku í janúar, en þá verður snjómokstri í Árneshrepp hætt fram í seinni hluta mars, samkvæmt reglum Vegagerðarinnar. Vegir eru auðir við sunnanverðan Steingrímsfjörð og suður Strandir frá Hólmavík. Hálkublettir við norðanverðan Steingrímsfjörð, frá Drangsnesi í Bjarnarfjörð, á Arnkötludal og Steingrímsfjarðarheiði.