25/04/2024

Nýtt merki leikskólans Lækjarbrekku afhjúpað

Á fimmtudaginn var nýtt merki Leikskólans Lækjarbrekku afhjúpað, á 20 ára afmæli leikskólans, að viðstöddum börnum, starfsfólki, leikskólanefnd, sveitarstjóra og oddvita. Börnin sungu afmælissöng fyrir Lækjarbrekku og gamalt íslenskt lag að auki. Efnt var til samkeppni um merkið og verðlaunatillagan var frá Ástu Þórisdóttur, en þrjár tillögur bárust í keppnina. Í verðlaun voru 70 þúsund, en dómnefnd skipuðu Kolbrún Þorsteinsdóttir, Hafþór Ragnar Þórhallsson, Vala Friðriksdóttir, Sigríður Óladóttir og Viðar Guðmundsson. Meðfylgjandi myndir tók Kristín S. Einarsdóttir.

bottom

frettamyndir/2008/580-leikskolamerki2.jpg

Frá afhjúpun á nýja merki leikskólans Lækjarbrekku – ljósm. Kristín S. Einarsdóttir