Categories
Frétt

Netabátur í vanda

Á GjögurbryggjuFrá því er sagt á Húnahorninu – www.huni.is – að björgunarsveitin Strönd á Skagaströnd var kölluð út fyrir rúmri klukkustund vegna 200 tonna netabáts sem er vélarvana rétt við Gjögur á Ströndum. Er báturinn með veiðarfæri í skrúfunni og eru um 6-8 manns um borð. Samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu er björgunarskipið Húnabjörg rétt að koma að bátnum, en ekki er talin vera mikil hætta á ferðum. Veður á svæðinu er þó ekki gott, 12-15 metrar á sekúndu. Húnabjörgin mun væntanlega draga netabátinn 18 sjómílur til hafnar á Skagaströnd. Búist er við að verkið taki um fjórar klukkustundir.