11/10/2024

Mugison með tónleika á Hótel Laugarhóli

Mugison er nú á mikilli tónleikareisu um landið og verður með tónleika á Hótel Laugarhóli í Bjarnarfirði á Ströndum í kvöld, fimmtudaginn 22. júní. Hefjast tónleikarnir kl. 21:00 og er aðgangseyrir 2.500.- Mugison gaf nýlega út plötuna Enjoy og það verður örugglega góð stemmning og gaman á tónleikunum.