29/03/2024

Mikil umferð á Ströndum

Mikil umferð hefur verið á Ströndum um páskahelgina og gengið stórslysalaust. Þó valt fólksbíll margar veltur í Lágadal á Steingrímsfjarðarheiði á föstudag og var gjörónýtur á eftir. Ekki var hálka á heiðinni þá. Einnig var bílvelta við Litla-Fjarðarhorn sama dag og önnur við Bassastaði í gær og bíl fór út af við Hrófá. Nú eru hálkublettir á Ennis- og Stikuhálsi og á Steingrímsfjarðarheiði. Norðan Steingrímsfjarðar er snjór eða krap á vegi samkvæmt vef Vegagerðarinnar. Veðurspáin segir til um hæga norðvestlæga átt, skýjað en úrkomulítið. Hiti 0 til 5 stig, en vægt frost í nótt og fyrramálið. Suðvestan 3-8 og slydda síðdegis á morgun.