18/04/2024

Mest skoðaða efnið 2007

Vefurinn strandir.saudfjarsetur.is þakkar lesendum sínum kærlega fyrir árið sem nú er liðið. Fjöldi heimsókna á vefinn hefur aukist jafnt og þétt og nú fær hann um það bil 2500 heimsóknir á hverjum degi. Daprasti dagurinn í desember síðastliðnum var aðfangadagur en þá var vefurinn heimsóttur rúmlega 1750 sinnum. Á hverjum degi er klikkað á vefnum eða honum flett 50-60 þúsund sinnum. Þau skrif sem voru mest skoðuð á árinu 2007 var lítil grein um hasspípu sem fannst í vegarkanti, en sú frétt hefur fengið meiri skoðun en nokkur önnur grein sem birst hefur á strandir.saudfjarsetur.is frá upphafi. Annars njóta viðtöl, söguþættir og myndbönd mestra vinsælda, líklega eru þau líka skoðuð á mun lengra tímabili af því ekki er jafn mikill kraftur í uppfærslunni á þeim og fréttunum.

Mest skoðaða efni á strandir.saudfjarsetur.is á árinu 2007:

1. Hasspípa á víðavangi (fréttir)
2. Ofsaveður í Árneshreppi 1957 (söguþættir)
3. Skemmtilegar gamlar myndir úr Sævangi (söguþættir)
4. Leikfélagar teknir tali (viðtöl)
5. Sigurður Atlason spurður út í Eyrarrósina (viðtöl)
6. Hús að rísa á Hólmavík (fréttir)
7. Gagnvegur – nýr prentmiðill á Ströndum (viðtöl)
8. Skvetta, falla, hossa og hrista (myndbönd)
9. Harmonikkutónar á sólardegi (myndbönd)
10. Þakkir og kveðjur til Strandamanna (aðsend grein)