Categories
Frétt

Messutörn um hátíðirnar

Í dreifibréfi frá Hólmavíkurprestakalli koma fram messutímar í kirkjum í prestakallinu nú um hátíðarnar. Fyrst verður messað í Hólmavíkurkirkju kl. 18:00 í dag, aðfangadag, og kl. 21:00 verður messað í kapellunni á Drangsnesi. Á jóladag verður messað í Kollafjarðarneskirkju kl. 14:00 og Óspakseyrarkirkju kl. 16:00. Á annan í jólum verður síðan messað í Árneskirkju kl. 14:00.