13/11/2024

Menningarsjóður Hlaðvarpans óskar eftir umsóknum um styrki

Menningarsjóður Hlaðvarpans hefur óskað eftir umsóknum um styrki. Markmið sjóðsins er að styrkja menningarstarfsemi kvenna sem beinist að því að greina, efla, varpa ljósi á og breyta stöðu kvenna í íslensku samfélagi. Með menningarstarfsemi er átt við hvers kyns listir, rannsóknir og kynningu á menningu kvenna. Úthlutað er árlega úr sjóðnum. Umsækjendur geta verið konur, samtök þeirra, félög eða fyrirtæki. Umsóknum skal fylgja lýsing á verkefninu, umfangi þess og hvernig það fellur að markmiðum sjóðsins. Jafnframt skal fylgja kostnaðar- og verkáætlun og ferilskrá. Nánari upplýsingar á www.hladvarpinn.is.