14/11/2024

Ljósveita Mílu orðin aðgengileg á Hólmavík

645-amst4

Íbúar á Hólmavík eiga nú möguleika á að fá aðgang að Ljósveitu Mílu, þ.e. sömu þjónustu og íbúar í flestum öðrum þéttbýliskjörnum á Vestfjörðum njóta. Ljósveita Mílu býður upp á 50Mb/s Internet hraða og fulla sjónvarpsþjónustu. Í því felst aðgengi að yfir hundrað stöðvum, háskerpusjónvarpi, vídeóleigu (VOD) og tímaflakki. Um er að ræða umtalsverða hraðaaukningu á netsamböndum frá því sem verið hefur í boði á Hólmavík. Íbúar sem ætla að kaupa betra samband hafa samband við sinn þjónustuaðila. Hjá Mílu er í gangi vinna við að skoða möguleika á uppfærslu á kerfinu á Drangsnesi á næsta ári.