Categories
Frétt

Líf og fjör á fótboltamóti

Nú um helgina er stór hópur Strandamanna á Ísafirði og taka þar þátt í fótboltamóti fyrir yngri flokka. Alls er um að ræða næstum 40 börn og ýmsa fylgdarmenn og bílstjóra sem lögðu af stað í býtið á laugardagsmorgun og voru mættir á 10. tímanum. Mikið fjör er á hópnum, bæði innan íþróttavallar og utan, og gengur allt með miklum sóma. Hópurinn allur fór í pizzuveislu í Hamraborg, bestu sjoppu á landinu, í gærkveldi, en flestir gista í sal í Kiwanishúsinu á Ísafirði. Leikar hófust aftur um 9 í morgun, en mótinu lýkur um kl. 16:00 og halda menn þá heim á leið.

Íþróttagarpar

ithrottir/2009/580-isobolti6.jpg

ithrottir/2009/580-isobolti4.jpg

ithrottir/2009/580-isobolti2.jpg

Strandamenn á Ísafjarðarmóti – ljósm. Jón Jónsson