Categories
Frétt

Líður að skólasetningu

Nú líður að því að skólahald á Ströndum hefjist þetta haustið, eins og reyndar um land allt. Í Grunnskólanum á Hólmavík hefur í fjölmörg ár verið ágætis stöðugleiki hvað varðar starfsmannahald og skólinn er fullmannaður. Nú í haust verður ein breyting á kennarastofunni, í stað Önnu Birnu Gunnlaugsdóttur frá Hólmavík sem fer til starfa syðra bætist Gunnar Melsted í kennaraliðið, en hann hefur verið skólastjóri á Drangsnesi síðustu ár. Nokkrir leiðbeinendur við skólann hafa á síðustu árum lokið kennaranámi í fjarnámi og allir kennarar skólans eru með kennarapróf.