Categories
Frétt

Leikfélag Hólmavíkur leggur í leikferð

300-milljonLeikfélag Hólmavíkur hefur löngum haft það orð á sér að vera eitt allra ferðaglaðasta leikfélag á landsbyggðinni og nú er fyrirhuguð heilmikil leikferð um Norðurland með hið geggjaða gamanleikrit Viltu finna milljón? sem sýnt hefur verið á Hólmavík við góðan orðstýr. Fyrirhugð er sýning á Hvammstanga fimmtudaginn 21. maí, í Hrísey föstudaginn 22. og loks á Siglufirði laugardaginn 23. maí. Hefjast allar sýningar kl. 20:00. Leikfélagið vill jafnframt minna á að það langar að eignast fleiri vini á Fésbókinni.