14/11/2024

Kynningarfundur um norræna og evrópska menningarsjóði á Hólmavík

FerðafundurKynningarfundir um norræna og evrópska menningarsjóði verða haldnir í Þróunarsetrinu á Hólmavík þriðjudaginn 27. apríl kl. 15-17 og í  Þróunarsetrinu á Ísafirði daginn eftir, miðvikudaginn 28. apríl kl. 14-16.  Allir eru velkomnir. Fyrir utan að þekking á þessum möguleikum er mikilvæg grunnþekking fyrir alla ráðgjafa um atvinnuþróun, nýsköpun og uppbyggingu, geta t.d. menningarstofnanir og söfn, fræðasetur og rannsóknastofnanir, ferðaþjónar, félög og samstarfsverkefni, viðburðastjórar, sveitarstjórnir og fleiri aðilar tekið þátt í eða staðið fyrir styrkhæfum verkefnum.

Staðsetning:
Hvíti bærinn Borgarnesi, 26. apríl kl. 11:00 – 13:00
Ráðhúsloftið Stykkishólmi, 26. apríl kl. 15:00 – 17:00
Leifsbúð í Búðardal, 27. apríl kl. 10:00 – 12:00
Þróunarsetrið á Hólmavík 27. apríl kl.15:00 -17:00
Þróunarsetur Vestfjarða á Ísafirði 28. apríl kl. 14:00-16:00

Norrænu upplýsingaskrifstofan á Akureyri, Norræna húsið og Upplýsingaþjónusta menningaráætlunar Evrópusambandsins í samstarfi við Menningarráð Vesturlands og Menningarráð Vestfjarða og fleiri, boða til kynningarfunda um norræna og evrópska menningarsjóði.

Flestir þeir sem vinna að menningartengdum verkefnum þurfa að sækja um styrki til fjármögnunar þeirra. Þá er mikilvægt að vita til hvaða verkefna er hægt að fá styrki, frá hverjum og hvernig. Kynning verður á: Norræna menningarsjóðnum, Menningargáttinni / Kulturkontakt Nord og Menningaráætlun Evrópusambandsins.

Farið verður yfir helstu áherslur þegar sótt er um styrki og umsóknareyðublöð sjóða verða kynnt. Fyrirlesarar eru: María Jónsdóttir forstöðumaður Norrænu upplýsingaskrifstofunnar á Akureyri, Þuríður Helga Kristjánsdóttir starfsmanna- og verkefnastjóri Norræna húsinu og Rósa B. Þorsteinsdóttir forstöðumaður Upplýsingaþjónustu menningaráætlunar Evrópusambandsins. Aðgangur er ókeypis.

Sjá nánar: Norræna upplýsingaskrifstofan: www.akmennt.is/nu, Kulturkontakt Nord: www.kulturkontaktnord.org, Upplýsingaþjónusta menningaráætlunar Evrópusambandsins: www.evropumenning.is.