07/11/2024

Kynningarefni og málefnaskrá V-lista

Í fréttatilkynningu kemur fram að í gær var haldinn stuttur og snarpur kynningarfundur um málefni og frambjóðendur V-listans í Strandabyggð: „Ágæt mæting var á fundinn og góð stemmning á Café Riis, en fundurinn var einnig sendur út í beinni í gegnum netfundabúnað. Þrír efstu menn V-listans, Jón Jónsson, Katla Kjartansdóttir og Viðar Guðmundsson kynntu sig, auk þess sem málefnaskrá var kynnt. Opið var fyrir spurningar úr sal og svöruðu frambjóðendur greiðlega. Í dag er málefnaskrá V-listans send út á hvert heimili í Strandabyggð, en póstur er lengur á leiðinni í Bitrufjörð og Djúp. Fyrir Strandamenn nær og fjær er málefnaskrá V-lista aðgengileg á netinu undir þessum tengli, en fyrra dreifibréf með kynningu á frambjóðendum er undir þessum tengli.“

580-v-listinn

Frambjóðendur V-listans