18/04/2024

Kynning á hagkvæmnisathugun í hvalaskoðun á Vestfjörðum

Hnúfubakur á SteingrímsfirðiAlþjóða dýraverndunarsjóðurinn (IFAW) mun kynna skýrslu sem fjallar um hagkvæmni hvalaskoðunar á Vestfjörðum í kvöld á Kaffi Galdri á Hólmavík. Það eru allir velkomnir á fundinn og kynna sér málefnið og er áhugafólk um hverskyns náttúrskoðun sérstaklega hvatt til að mæta. Á fundinum tala Robbie Marsland sem er yfirmaður IFAW í Evrópu og Sigursteinn Másson talsmaður IFAW á Íslandi og fjalla um hagkvæmnistahugun sem var gerð á svæðinu fyrir rúmu ári síðan. Fundurinn hefst klukkan 20:00 á Kaffi Galdri.

Alþjóða dýraverndunarsjóðurinn eru stærstu alþjóðlegu
dýraverndunarsamtök í heimi með yfir 2 milljónir félagsmanna og
starfsemi í yfir 30 löndum og í öllum heimsálfum. Samtökin voru stofnuð
árið 1969 og eru því 40 ára um þessar mundir. IFAW hefur komið að málefnum villtra sjávarspendýra við
Ísland frá árinu 1990 þegar fyrsta hagkvæmnisathugunin var gerð á
kostum skipulagðra hvalaskoðunarferða við Ísland. Hugmyndafræði IFAW
snýst um að lágmarka árekstra á milli manna og villtra dýra og finna
jákvæða valkosti í stað grimmúðlegra eða ónauðsynlegra dýradrápa.
Samtökin beina sjónum sérstaklega að dýrum í útrýmingarhættu og leggja
áherslu á vísindalega nálgun og náið samstarf við yfirvöld og heimamenn
á hverjum stað.