12/12/2024

Kosningahólf á strandir.saudfjarsetur.is

LundafundurUndirbúningur fyrir þingkosningar 25. apríl er kominn á fulla ferð og framundan eru prófkjör og síðan kosningar. Til að pólitískar greinar og tilkynningar kaffæri ekki aðrar fréttir hér á strandir.saudfjarsetur.is hefur verið búið til sérstakt kosningahólf á vefinn sem nálgast má undir tengli og auglýsingu hér vinstra megin á síðunni. Á forsíðu vefjarins rata hins vegar einungis almennar fréttir um stöðu mála og þær greinar og tilkynningar sem tengjast Ströndum og Strandamönnum beint. Búið er að setja inn í hólfið þær greinar sem borist hafa síðasta mánuðinn og verður reynt að halda því áfram jafnóðum og þær berast, en hætt er við að þessi iðja sem tekur drjúgan tíma bitni nokkuð á fjölda annarra frétta.