Categories
Frétt

Kosning utan kjörfundar

Fréttatilkynning
Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna
sveitarstjórnarkosninga 29. maí nk. er hafin á skrifstofu sýslumannsins á
Hólmavík, Hafnarbraut 25, 510 Hólmavík. Hægt er að kjósa utankjörfundar á
opnunartíma skrifstofunnar, sem er alla virka daga frá kl. 09:00-12:00 og
13:00-15:30. Umsóknum kjósenda um að greiða atkvæði utan kjörfundar í
heimahúsi vegna veikinda, fötlunar eða barnsburðar skal skilað á sérstöku
eyðublaði sem fæst á sýsluskrifstofunni og á www.kosning.is í síðasta lagi 25.
maí nk.


 
Tilkynning um kosningu utankjörfundar á Heilbrigðisstofnun Hólmavíkur
verður birt síðar, að höfðu samráði við forstöðumann
heilbrigðisstofnunarinnar,
en skv. 58. gr. laga nr. 24/2000 skal kosning á sjúkrastofnun fara fram
sem næst
kjördegi og eigi fyrr en þremur vikum fyrir kjördag.

Kjósendur
eru
minntir á að hafa með sér persónuskilríki.