25/04/2024

Kór Hjallakirkju í heimsókn

Um síðustu helgi heimsótti kór Hjallakirkju í Kópavogi Strandir og hélt tónleika í Hólmavíkurkirkju. Var skemmtunin ágætlega sótt og tókust tónleikarnir afbragðs vel. Kórinn gaf sér góðan tíma, fór fínt út að borða á Café Riis og skoðaði svo Galdrasýninguna á Hólmavík seint um kvöldið og Sauðfjársetrið í Sævangi morguninn eftir. Hópurinn gisti á Kirkjubóli og lék veðrið við mannskapinn, selir lágu á steinum og það viðraði vel til gönguferða. Tveir Strandamenn voru í hópnum, Gunnar Jónsson frá Gili í Bitru og Kristbjörg Magnúsdóttir frá Hólmavík. Kristín S. Einarsdóttir var að sjálfsögðu á staðnum og smellti myndum af kórnum.

Ljósm.: Kristín S. Einarsdóttir