Categories
Frétt

Konukvöld á Café Riis á Hólmavík

Fréttatilkynning
Föstudaginn 20. mars kl. 20.30 verður konukvöld á Café Riis. Allar konur nær og fjær eru hvattar til þess að mæta og eiga góða stund með öðrum konum. Konur fá gjafapoka með prufum frá Ziaja, Lyfsölunni Hólmavík og Paralogis. Bára býður konum upp á fordrykk og Kaffitár sér um kaffið. Nú styttist í páskana og mun einhver heppin hreppa Risa-páskaegg frá Nóa Siríus í happadrætti. Einungis 1000 krónur inn og opnar húsið  fyrir karlpeninginn eftir 23.00.

Solla frá Rómantík.is mun koma og kynna hjálpartæki ástarlífsins. Allir þurfa krydd í tilveruna og nú í miðri kreppu þá er tilvalið að auka á skemmtunina og spennuna í sambandinu.

Vörur frá Herbalife, Avon og Volare verða kynntar. Undirföt.is verða með nærföt og fleira til sölu og kynningar. Handsaumaðar dömutöskur frá Lísbet Design. Snyrtivöruverslunin Glæsibæ verður með heimagalla, boli, veski, skartgripi og slæður. Lín Design kynnir sínar fjölbreyttu og skemmtilegu vörur til að skapa fallegt og hlýlegt heimili.

Tískusýning verður frá versluninni Yfir 46 en einnig verða föt þaðan til kynningar og sölu.

Ef þið teljið ykkur ekki geta komið vegna anna í eldhúsinu þá er líka hægt að panta og sækja pizzur á Riis þetta kvöld, kl. 18.00 – 20.00 og frí 2ja lítra Pepsí fylgir með hverri pöntun. Panta, sækja og skella sér svo út
á lífið með stelpunum.