Categories
Frétt

Kíkt á kalkþörunga í Steingrímsfirði

SteingrímsfjörðurÁ fundi sveitarstjórnar Strandabyggðar fyrr í vikunni var tekin fyrir umsókn um rannsóknarleyfi á kalkþörungum á hafsbotni Húnaflóa. Í fundargerð kemur fram að borist hafði erindi til sveitarfélagsins frá Orkustofnun þar sem leitað er eftir umsögn Strandabyggðar um umsókn Björgunar ehf. og Íslenska kalkþörungafélagsins ehf. um rannsóknarleyfi á kalkþörungaseti á hafsbotni í Steingrímsfirði. Niðurstaða sveitarstjórnar Strandabyggðar var að hún sæi ekkert því til fyrirstöðu að gerð verði rannsókn á kalkþörungaseti í Steingrímsfirði.