25/09/2023

Kassabílasmiðir gera klárt fyrir keppni

Það var blíðskaparveður í dag á Ströndum þegar menn voru að leggja lokahönd á skreytingar og undirbúning fyrir Hamingjudaga á Hólmavík. Á meðal þeirra sem létu hendur standa fram úr ermum og verkin tala voru allmargir kassabílasmiðir sem voru að gera klárt fyrir keppni sem fer fram kl. 11:00 á morgun laugardag á Höfðagötunni. Síðustu daga hafa þeir fjölmennt á pallinn hjá Hafþóri Þórhallssyni handverksmanni og gert við, smíðað og málað kassabíla af mikilli elju. Það er mikilvægt að bílarnir líti vel út og séu traustlega byggðir, þannig að þeir þoli átökin og fái stuðning áhorfenda sem jafnan hafa fjölmennt á keppnina.

Hamingjubílar

atburdir/2009/580-ham-kass1.jpg

Kassabílasmiðja hjá Hafþóri – ljósm. Jón Jónsson