19/04/2024

Jólin kvödd

Jólin voru kvödd með flugeldasýningu á vegum Björgunarsveitarinnar Dagrenningar á hafnarsvæðinu á Hólmavík í kvöld. Víða brenndu menn út jólin með því að skjóta upp afganginum af flugeldum, en áður fyrr brenndu menn út jólin á þessum degi með því að láta jólakertin brenna upp. Kertasníkir fór til síns heima í kvöld, en mikil þjóðtrú er bundin við þrettándanóttina. Þá kasta selir hamnum og ganga á land, kýrnar tala í fjósinu og álfar og huldufólk er á ferli. Öll tímamót þar sem einu tímabili lýkur og annað hefst eru viðsjárverð í þjóðtrúnni. Sjálfsagt verður erfitt fyrir einhverja að vakna í skólann í fyrramálið og næstu daga má búast við að jólaljósunum fækki verulega.