Categories
Frétt

Jólamarkaður Strandakúnstar verður opnaður í dag

Jólamarkaður Strandakúnstar opnar í dag mánudaginn 1. desember kl. 14:00 á
Galdrasafninu á Hólmavík. Markaðurinn verður opinn alla daga til jóla.
Opnunartími verður frá kl. 14:00-16:00 á virkum dögum og frá 14:00 til 18:00 um
helgar. Að venju verður að finna allskonar prjónles á Jólamarkaði Strandakúnstar
sem yljar frá toppi til táar, húfur, vettlingar, peysur, sokkar og margskonar
fleira góss eins og jólakerti og hverskyns munir héðan og þaðan. Dagskrá verður
í boði á Galdraloftinu öðru hvoru fram til jóla og verður auglýst sérstaklega.
Þeir sem eru með sölugóss hafi samband við Ásdísi í síma 6943306.