13/09/2024

Jólamarkaður Strandakúnstar opnar á sunnudag

Jólamarkaður Strandakúnstar á Hólmavík opnar sunnudaginn 5. desember og verður opinn alla daga milli 13:00-16:00 fram á Þorláksmessu. Markaðurinn verður til húsa á sama stað og sölubúð Strandakúnstar var síðastliðið sumar, við Höfðagötu, á neðstu hæð Þróunarsetursins og er gengið inn á sama stað og inn í verslun KSH meðan hún var til húsa á þessum stað. Það er Ásdís Jónsdóttir sem er tengiliður Strandakúnstar vegna markaðarins og geta þeir sem áhugasamir eru um að selja varning haft samband við hana í síma 694-3306.