14/12/2024

Jólaljósin lýsa, hlýja vetrarnótt

580-jolaljos1Jólaljósin setja að venju mikinn svip á Strandir yfir veturinn. Elstu krakkarnir á leikskólanum Lækjarbrekku á Hólmavík hafa fyrir venju að velja best skreytta húsið á Hólmavík ár hvert og fara í því skyni sérstakan jólaseríurúnt og mæta svo aftur til að afhenda verðlaun. Að þessu sinni varð Hafnarbraut 21 hjá Jóni Vilhjálmssyni og Svanhildi Jónsdóttir fyrir valinu. Fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is fór í gönguferð um Hólmavík í góða veðrinu í gærkveldi og smellti af mynd af jólatréinu mikla á Hafnarbraut og fleiri húsum sem ljómuðu í myrkrinu.

580-jolaljos4

Alltaf mikið skreytt á Vitabrautinni

580-jolaljos5

Arion banki á Hólmavík hefur ekki verið merktur enn sem slíkur, vonandi fá hin fyrirtækjamerkin líka að halda sér áfram

580-jolaljos3

Hólmavíkurkirkja er alltaf glæsileg, sama frá hvaða sjónarhorni er myndað

580-jolaljos2

Verðlaunahúsið í fyrra hjá Daníel og Maríu

580-jolaljos1

Jólaljósin á Hafnarbraut 21 – ljósm. Jón Jónsson

Fleiri myndir af jólaljósum á Hólmavík er að finna á vef Ingimundar Pálssonar.