08/10/2024

Jóladagatal Strandagaldurs hefst á morgun

Jóladagatal Strandagaldurs fer að venju í birtingu hér á strandir.saudfjarsetur.is þann 12.
desember og verður birt eitt myndband á dag fram að jólum. Jóladagatalið verður
síðan hægt að skoða fram á þrettándan. Að þessu sinni hafa 13 valinkunnar
einstaklingar á aldrinum 29 ára til 88 ára ljáð jóladagatalinu jólaminningu sína
og munu því birtast minningarbrot frá jólum sem taka yfir stóran hluta
síðustu aldar. Upptökur fóru fram í vikunni í Steinhúsinu á Hólmavík. Fyrstur
ríður á vaðið Engilbert S. Ingvarsson sem greinir frá nokkrum minningum frá
uppvaxtarárum sínum á Snæfjallaströnd. Aðrir sem koma fram í Jóladagatali
Strandagaldurs þetta árið eru:

Sverrir Guðbrandsson, Sigríður Óladóttir,
Lýður Magnússon, Kristján Sigurðsson, Kristín S. Einarsdóttir, Jóna
Þórðardóttir, Hafdís Sturlaugsdóttir, Barbara Ósk Guðbjartsdóttir, Ása Ketilsdóttir,
Ásdís Jónsdóttir, Arnar S. Jónsson og Aðalheiður Ragnarsdóttir.