10/09/2024

Íþróttamaður eða íþróttakona ársins valin í Strandabyggð

645-imadur1

Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd Strandabyggðar óskar nú eftir tilnefningum fyrir íþróttamann eða íþróttakonu ársins í Strandabyggð árið 2015. Senda skal tilnefningar og stuttan rökstuðning á netfangið tomstundafulltrui@strandabyggd.is eigi síðar en sunnudaginn 10. janúar. Allir mega senda inn tilnefningu og frjálst er að nefna fleiri en einn aðila, en viðkomandi þarf að hafa haft lögheimili í Strandabyggð á síðastliðnu ári. Upplýst verður um valið á íþróttahátíð Grunnskólans á Hólmavík mánudaginn 18. janúar 2016.

 Útnefningin er fyrst og fremst hugsuð sem viðurkenning fyrir íþróttaafrek, framlag til íþróttastarfs og hvatning til frekari afreka. Viðurkenningin var fyrst veitt 2012, þá hlaut Ingibjörg Emilsdóttir nafnbótina íþróttamaður ársins og Jamison Ólafur Johnson fékk sérstök hvatningarverðlaun. Árið 2013 var Sigríður Drífa Þórólfsdóttir valin íþróttakona ársins 2013 en Trausti Rafn Björnsson hlaut þá sérstök hvatningarverðlaun. Íþróttamaður ársins 2014 var Jamison Ólafur Johnson og sérstök hvatningarverðlaun hlaut Ingibjörg Benediktsdóttir. Handhafi viðurkenningarinnar varðveitir farandbikar í eitt ár.

Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd Strandabyggðar hvetur alla til að nýta þetta tækifæri til að minnast þeirra afreka sem íþróttafólk okkar hefur unnið á liðnu ári.