Categories
Frétt

Íslensk byggðamál á krossgötum

Byggðaráðstefna verður haldin í Borgarnesi 20. febrúar nk. í samvinnu Sambands íslenskra sveitarfélaga, iðnaðarráðuneytis, samgönguráðuneytis, fjármálaráðuneytis, Byggðastofnunar og landshlutasamtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Yfirskrift ráðstefnunnar er: Íslensk byggðamál á krossgötum. Tilefni ráðstefnunnar er samþykkt landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga um endurskoðun á byggðastefnu sambandsins og þátttaka landshlutasamtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi vestra í Opnum dögum Héraðanefndar ESB og Norðurslóðaframlagi þar.

Á ráðstefnunni verða evrópsk byggðamál í brennidepli með sérstakri áherslu á stöðu Norður-Evrópu. Fyrirlesarar frá byggðastofnun framkvæmdastjórnar ESB og Nordregio munu fjalla um þau mál. Stjórnskipulag og skilvirkni byggðaaðgerða bæði hér á landi og í nágrannalöndunum verða einnig til umfjöllunar, sjá nánar dagskrána hér að neðan.

Ráðstefnan er áhugaverð fyrir sveitarstjórnarmenn, starfsmenn landshlutasamtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunarfélaga, þingmenn, starfsmenn ráðuneyta og stofnana sem starfa að byggðamálum og málum þeim tengdum og aðra áhugasama um byggðamál, ekki síst í ljósi umræðna um hugsanlega aðild Íslands að ESB.

Áhugasamir eru beðnir um að skrá þátttöku á www.samband.is fyrir 18. febrúar nk.

Ráðstefna 20. febrúar 2009 í Menntaskóla Borgarfjarðar, Borgarbraut 54, Borgarnesi

Íslensk byggðamál á krossgötum

09:30-10:00 Skráning.
10:00-12:15 Setning
Halldór Halldórsson formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga

Ávarp iðnaðarráðherra
            Össur Skarphéðinsson

Byggðastefna ESB með áherslu á N-Evrópu.
Nicola de Michelis deildarstjóri, byggðaskrifstofu Framkvæmdastjórnar ESB.

Staða og framtíðarhorfur Norðurslóða – „Foresight on the future of the Northern sparsely populated areas /Northern Periphery in 2020“.
Erik Gløersen fræðimaður hjá Nordregio (Nordic Centre for Spatial Development).

Tækifæri og lærdómur í evrópskum byggðamálum fyrir Ísland. Reinhard Reynisson framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga sem vann á síðasta ári greinargerð fyrir SSV um möguleika og tækifæri Vesturlands til þátttöku í svæðasamstarfi Evrópu.

Fyrirspurnir og umræður.

12:15-13:00 Matarhlé.

13:00-16:00 
Hvernig er staðið að mótun og framkvæmd byggðastefnu í nágrannalöndum Íslands.
Erik Gløersen.

Samhæfing byggðastefnu og byggðaáætlanagerðar við aðra opinbera áætlanagerð.
Ásdís Hlökk Theódórsdóttir skipulagsfræðingur, aðjúnkt við Háskólann í Reykjavík.

Sjónarmið ríkis og sveitarfélaga varðandi aukið samstarf og samhæfingu við mótun og framkvæmd byggðastefnu.
Aðalsteinn Þorsteinsson forstjóri Byggðastofnunar og Páll Brynjarsson sveitarstjóri Borgarbyggðar.

Panelumræður undir stjórn Finnboga Rögnvaldssonar sveitarstjórnarmanns í Borgarbyggð.

Ráðstefnustjóri: Hermann Sæmundsson, skrifstofustjóri í samgönguráðuneytinu.

Ráðstefnugjald kr. 5.000 (Innifalið er hádegisverður og kaffiveitingar)