13/10/2024

Í kjölfar sameiningarkosninga

Arnar S. Jónsson Strandamaður og nemi við Kennaraháskóla Íslands hefur verið iðinn við að senda vefnum greinar um málefni héraðsins undanfarna daga. Nú hafa birst tvær slíkar með dagsmillibili sem lent hafa undir flokknum Aðsendar greinar. Sveitarstjórnarmál eru Arnari hugleikin að venju. Í annarri greininni kvartar hann sáran yfir skorti á upplýsingum um allt hið góða sem er í gangi hjá sinni gömlu sveitarstjórn í Hólmavíkurhreppi, en í hinni veltir hann fyrir sér hvað gerist nú í framhaldinu, eftir að sameining sveitarfélaga var felld um allar Strandir í kosningum á dögunum.