11/09/2024

Hvalreki í frjálsum íþróttum

Miðvikudaginn 14. júní mun Íris Grönfeld héraðsþjálfari UMSB í frjálsum íþróttum sækja Strandamenn heim og stjórna æfingum á Skeljavíkurvelli við Hólmavík fyrir yngri og eldri í frjálsum íþróttum. Íris er öllum áhugamönnum um frjálsar íþróttir að góðu kunn, enda er hún ein allra fremsta frjálsíþróttahetja okkar Íslendinga fyrr og síðar. Íris er fyrrum margfaldur Íslandsmeistari og methafi í frjálsum íþróttum og keppti m.a. á tvennum Ólympíuleikum.

Íris verður með æfingar á Skeljavíkurgrundum sem hér segir:
 
17:00 – 19:00                 12 ára og yngri
20:00 – 22:00                12 ára og eldri (mamma og pabbi auðvita líka)
 
Allir eru velkomnir á völlinn, segir í tilkynningu frá Héraðssambandi Strandamanna (HSS).