05/10/2024

Hólmavíkurprestakall verður hluti af Vestfjarðaprófastdæmi

Á Kirkjuþingi, sem lauk í gærkvöld, var samþykkt að flytja Hólmavíkurprestakall úr Húnavatnsprófastdæmi yfir í Vestfjarðarprófastdæmi ásamt ýmsum öðrum breytingum á mörkum prófastdæma og sameiningu prestakalla. Séra Gísli Gunnarsson í Glaumbæ í Skagafirði greiddi atkvæði gegn breytingunni og segir hann íbúa á Hólmavík hafa mótmælt því kröftuglega að færast úr Húnavatnsprófastdæmi yfir í Vestfjarðarprófastdæmi. Hann hafi talið eðlilegt að á þessar raddir væri hlustað.