10/09/2024

Hlaðborð og hreiðurmerkingar

 Í tilefni af sjómannadeginum verður haldið veglegt kaffihlaðborð í kaffistofunni í Sauðfjársetrinu í Sævangi sunnudaginn 6. júní nk. Hlaðborðið hefst kl. 14:00 og stendur yfir til kl. 18:00. Kl. 15:00 hefst síðan gönguferð um Kirkjubólsfjöru þar sem göngufólk fær m.a. það hlutverk að finna og merkja öll hreiður æðarkollunnar sem finnast í fjörunni, en slík hreiður skipta tugum í nágrenni Sævangs. Jón Jónsson á Kirkjubóli verður göngustjóri og fólk á öllum aldri er hvatt til að mæta og merkja hreiður.