14/09/2024

Hauststemmning á Hólmavík

Það er komið haust á Ströndum og ýmis ummerki um það sjáanleg í umhverfinu. Gæsir sitja á túnum, græni liturinn er ekki lengur allsráðandi, pollar eru ísi lagðir á morgnanna, kuldagallar hafa verið dregnir út úr geymslunum, leit er hafin að vetrardekkjunum, moksturstæki sjást á ferð og stöku Strandamenn hafa lent í smáéli. Ljósmyndari strandir.saudfjarsetur.is var staddur á Brennuhólnum á Hólmavík í dag, á tröppunum Hólmavíkurkirkju, og sneri sér þá í nokkra hringi og smellti af myndum sem fylgja með þessari ekki-frétt.

1

bottom

holmavik/580-hauststemmning7.jpg

holmavik/580-hauststemmning6.jpg

holmavik/580-hauststemmning4.jpg

holmavik/580-hauststemmning2.jpg

Haustlegt um að litast á Hólmavík í morgun – ljósm. Jón Jónsson