14/09/2024

Halli Kiddi heiðraður af HSS

Í gær þann 1. maí var haldin aðalfundur Golfklúbbs Hólmavíkur, á fundinum kom fram að tap var á rekstrinum upp á 292 þúsund. Á fundinum var meðal annar samþykkt að félagsmenn tækju að sér að rölta hring með þeim sem hefðu áhuga á að byrja í golfi, og í framhaldi af því yrði fenginn golfkennari á svæði. Þeim sem áhuga hafa á er bent á að hafa samband við, Guðmund Viktor í síma 451-3177, Bjössa P í síma 892-4687 eða Birnu og Signýu í síma 455-5250. Á fundinum var einnig mættur Jóhann Björn Arngrímsson fulltrúi frá HSS en hann veitti Halldóri Kristjáni Ragnarssyni viðurkenningu fyrir vel unnin störf í þágu golfíþróttarinnar.

Halli Kiddi tekur á móti viðurkenningu frá HSS

Jóhann Björn fulltrúi HSS áður formaður í GHÓ

Hluti fundarmanna, þar má þekkja Bjössa P. Signý Ólafsdóttur, Gunnlaug Sighvatsson, Halldór K. Ragnarsson, Birnu Richardsdóttur og Guðmund Viktor.

Ljósmyndir JBA og BSP