19/09/2024

Hafísinn í mynni Húnaflóa

Stakur ísjaki á Steingrímsfirði fyrr í vetur.Samkvæmt nýjustu mælingum Landhelgisgæslunnar er hafísinn sem nálgast landið þéttastur vestur af Horni þar sem hann mældist 7-9/10 en landsins forni fjandi lónar í mynni Húnaflóa og stefnir ótrauður inn flóann þar sem norðan og norðaustanáttir eru ríkjandi. Þéttar ísspangir og ísdreifar eru á hafsvæðinu frá Hornbjargi að Rauðanúp og ísdreifar eru víða upp undir land við Strandir, Skagatá og Melrakkanes. Varað er við því að siglingaleiðin frá Ísafjarðardjúpi austur að Bakkaflóa er varasöm.

Nýjasta ískort Landhelgisgæslunnar er að finna hér.