14/11/2024

Guðjón á Dröngum og Guðrúnarlaug

Guðrúnarlaug að Laugum í Sælingsdal verður næsta laugardag tekin í notkun og opnuð aftur fyrir almenning. Laugin
sem kennd er við Guðrúnu Ósvífursdóttir sem sagt er frá í Laxdælu var síðast notuð í kringum 1870 en lenti þá undir grjóthruni og hefur ekki til
hennar spurst síðan, þar til nú. Það verður því að teljast heldur en ekki merkilegt að hún opni
aftur 140 árum síðar, en það mun vera Guðjóni Kristinssyni hleðslumeistari frá Dröngum á Ströndum sem hefur hlaðið laugina upp að nýju með húskörlum sínum og heimamönnum. Skemmtileg myndasyrpa er frá lauginni á vef Dalamanna þar sem Guðjón og fleiri eru uppáklæddir sem víkingar.