Categories
Frétt

Góugleði á Hólmavík um helgina

Frá ÞorrablótiÁrleg Góugleði verður haldin á Hólmavík með pompi og prakt á laugardaginn, 6. mars. Verður þar mikið um dýrðir að venju, matur, skemmtiatriði og dansleikur á eftir. Enn er hægt að tryggja sér miða á gleðina, með því að ræða við Kela í síma 865-6170. Miðaverð er 6.800.- á öll herlegheitin, en 2.500.- á ballið eingöngu. Forsala fer fram á morgun, fimmtudag, milli kl. 18:00-19:00 í Félagsheimilinu á Hólmavík.